Áratuga reynsla sem nýtist þér

Víkingbátar eiga sér langa sögu. Á áttunda áratug síðustu aldar var Víkingur 700 settur á markað en hann var 7m langur súðbirðingur úr trefjaplasti. Báturinn var hæggengur en stöðugur, áreiðanlegur og með einstaka sjóhæfni. Á fyrsta árinu voru framleiddir fimmtíu og tveir bátar; einn á viku. Með tímanum ávann Víkingur sér orðspor sem mjög góður fiskibátur, vel byggður, vandaður og góður í sjó. Reynsla Íslenskra sjómanna, og breyttar kröfur, mótuðu bátanna enn frekar ásamt breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Bátarnir urðu stærri, hraðskreyðari, buðu uppá betri aðbúnað, gerðir fyrir nýjustu gerðir veiðarfæra og yfirbyggðir.

Árið 1999 urðu tímamót í sögu Víking bátanna þegar ákvörðun var tekin um að hanna nýjan bát frá grunni og smíða nýtt mót til raðframleiðslu báta. Hönnunarforsendur voru að báturinn gæti verið fiskibátur og farþegabátur og jafnframt að framleiðslumótið væri það sveigjanlegt að hægt væri að framleiða báta upp úr því þó að fiskveiðistjórnunarkerfið myndi breytast. Teiknaður var nýr bátur, módel smíðað af bátnum og ný framleiðslumót búin til. Mótið var 13,4m að lengd og 4,22m að breidd. Sú hugsun lág að baki að hægt væri að framleiða styttri og lengri báta upp úr mótinu og að bátur sem væri 14,99m að lengd og 4,22m að breidd væri undir 30 brúttó tonnum.

Fyrsti báturinn sem framleiddur var upp úr framleiðslumótinu var ferjan Guðrún Kristján ÍS. Margir fengsælir fiskibátar hafa verið framleiddir upp úr framleiðslumótinu en meðal þeirra eru Katrín SH-575, Ragnar SF-550, Lágey ÞH-265, Dúddi Gísla GK-48 svo einhverjir séu nefndir. Jafnframt hafa verið framleiddar fleiri ferjur úr sama móti og má þarf nefna Froyur í Færeyjum.

Umskipti urðu í sögu Víking bátanna þegar nýr fjárfestir kom að framleiðslu bátanna árið 2012. Í framhaldi að því var nýtt fyrirtæki, Víkingbátar ehf, stofnað. Fest var kaup á nýju húsnæði að Kistumel 20 í Reykjavík til að hýsa framleiðslu félagsins og skrifstofu. Við skipulag húsnæðisins var horft fyrst og fremst á þætti sem stuðla að auknum gæðum í framleiðslu bátanna.

Stefna Víkingbáta ehf er að byggja á því góða orðspori sem fer af Víkingbátunum. Fyrirtækið mun leggja mikla áherslu á skilgreinda framleiðsluferla til að tryggja gæði bátanna sem og að velja einungis íhluti og vélbúnað sem uppfylla sömu gæðakröfur og fyrirtækið sjálft gerir til eigin framleiðslu.

Sérstaða okkar

Sveignaleiki
Við viljum að útgerðarmaðurinn velji sjálfur sinn vél- og tækjabúnað og okkar hlutverk er að sjá til þess að búnaðurinn uppfylli allar gæðakröfur Víkingbáta

Gæði
Gæði hafa verið aðalsmerki Víking bátanna frá upphafi og hafa margir sagt að Víkingur sé fremstur meðal Íslenskra báta. Gæðin felast ekki einvörðungu í hæfni þeirra sem sjóbáta heldur einnig í handverki og frágangi.

Fjölbreytni
Viðskiptavinurinn getur valið báta eftir sínum smekk og kröfum. Bátarnir eru fáanlegir með fram- og afturbyggðu stýrishúsi og með skjólvegg eða yfirbyggðu dekki.

Eigin hönnun
Kjölur Víkingbátanna byggir á eigin hönnun og eru hannaðir frá upphafi sem bátar fyrir fagmenn við erfiðar aðstæður. Hönnunin tekur mið af notagildi en jafnframt fagurfræði.